Og flest var þetta mögulegt vegna laga um bankaleynd.
13.4.2010 | 16:53
Hverjum kemur það við hvað ég geri við peningana mína? Þína?
"Það eftirlit og starfsemi opinberra stofnana, sem komið hefur verið upp til
að fylgjast með að starfsemi banka og annarra fjármálafyrirtækja sé í samræmi
við lög og heilbrigða viðskiptahætti, miðar sérstaklega að því að draga úr
hættunni á því að til áfalla komi í rekstri þessara fyrirtækja með tilheyrandi
afleiðingum fyrir almenning, fjármálastöðugleika og efnahagslíf landsins.
Þetta hefur enn frekar verið undirstrikað með því að tryggja þessum stofnunum,
Fjármálaeftirlitinu og Seðlabanka Íslands, sjálfstæði innan stjórnkerfisins
en því fylgir líka sú ábyrgð þeirra sem vörslumanna almannahagsmuna
að grípa til þeirra úrræða sem þeim eru fengin að lögum ef hætta er talin á
að starfsemi fjármálafyrirtækjanna kunni að fara úrskeiðis með tilheyrandi
afleiðingum fyrir almenning. Þessar stofnanir eiga að vera augu og eyru annarra
yfirvalda landsins sem hafa það hlutverk að gæta samfélagslegra hagsmuna,
hvort sem það eru ríkisstjórn eða Alþingi. Sameiginlega er það verkefni
þessara aðila að búa svo um hlutina að hið sérstaka eðli og samfélagsleg
ábyrgð fjármálafyrirtækja sé varðveitt til frambúðar í þágu lands og þjóðar."
Aðdragandi og orsakir falls íslensku bankanna 2008 og tengdir atburðir bls. 54, bindi 1
Bara þessi rök ein og sér ættu að vera nóg til að vega á móti rökum fyrir bankaleynd. Hver eru annars rökin fyrir bankaleynd?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.