Er þjóðaratkvæðagreiðslan markleysa?

“Menn komu að ákveðinni stöðu og gerðu sitt besta til að leysa úr því máli. Svo gerðist EITTHVAÐ sem bætt hefur samningsstöðuna og þá er komin upp ný staða”.

Hugsið ykkur þetta segir einn þingmaður stjórnarinnar í sjónvarpsfréttum í kvöld, og sér ekki að þetta “eitthvað” er það að fólkið krafðist þjóðaratkvæðagreiðslu og líklegast er að í henni verði Icesave-lögum ríkisstjórnarinnar hafnað. Sem sagt, þetta “eitthvað” var það að þjóðin hafnaði klúðri ríkisstjórnarinnar - sem betur fer. Þingmaðurinn sem vitnað var til, og flestir þingmenn ríkisstjórnarinnar virðast ekki skilja að þetta “eitthvað” var það að þjóðin hafnaði afgreiðslu og meðferð ríkisstjórnarinnar á Icesave málinu. Svo að við höldum áfram með þetta og reynum að útskýra fyrir þingmanninum að ef þetta “eitthvað” (þ.e. höfnun forseta Íslands á því að undirrita Icesave-lögin), þá hefði Ísland ekki betri samningsstöðu í dag og sæti uppi með vondan samning sem er verri en það tilboð sem liggur fyrir í dag og það jafnvel áður en eiginlegar samningaviðræður fara af stað.

Hugsið ykkur þessi þingmenn skilja ekki – eða neita að horfast í augu við – það að afgreiðsla þeirra á Icesave málinu, með öllum þeim rökum, hræðsluáróðri og hótunum, stefndi í það að stórskaða þjóðarbúið að ósekju.

Sem betur fer skeði “eitthvað”, sem betur fer hafnaði forseti Íslands Icesave-lögunum staðfestingar og bara það eitt (jafnvel áður en þjóðin hefur hafnað lögunum) hefur stórbætt samningsstöðu íslendinga og sparað þjóðarbúinu fleiri milljarða. Hvað verður hægt að fá fram þegar samningaviðræðurnar hefjast eiginlega? Sjáið til, í þessu tilfelli hefur okkur sem þjóð farnast betur en á horfðist þrátt fyrir aðgerðir ríkisstjórnarinnar.

Góðir Íslendingar; þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave-lögin fer fram á laugardaginn kemur. Þá átt þú kost á því, sem almennur borgari í þessu landi, að hafa eitthvað um það að segja hvernig þessu landi er stjórnað. Bara það eitt ætti að vera nóg til að hver einasti Íslendingur flykktist á kjörstað. Hitt er svo ekki síður mikilvægt, en það er að þrátt fyrir að þegar liggi betra tilboð á borðinu frá Bretum og Hollendingum, þá skulu menn minnast þess að ÞAÐ ER EINUNGIS VEGNA ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLUNNAR sem þetta betra tilboð liggur á borðinu. Ef að ríkisstjórnin, og meirihluti Alþingis Íslendinga hefði fengið að ráða lægi ekki þetta betra tilboð á borðinu, heldur væri það frágegnið að við Íslendingar værum að borga fleiri milljarða í vexti en við nú þurfum að borga.

Menn skulu hafa þetta í huga þegar spjátrungarnir eru að gjamma um tilgangsleysi þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu. Tilgangur þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu var og er tvíþættur: annars vegar að hafna vondum Icesave-sögum og fá þannig fram betri samning við Breta og Hollendinga, og hins vegar að sýna vondum og vanhæfum stjórnmálamönnum að þjóðin getur tekið fram fyrir hendurnar á þeim þegar þeir eru að fara að steypa þjóðinni í ógöngur.

Aldrei framar skal vanhæf ríkisstjórn komast upp með að steypa landinu í skuldir og ógöngur. Við viljum aukna þátttöku almennings í stjórnun lands og þjóðar.

Til hamingju íslendingar með að fá að taka þátt í að ákvarða framtíð ykkar, látið ekki þetta tækifæri ykkur úr höndum renna.

 

Lifi lýðræðið – Lifi Byltingin – Valdið til fólksins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Heyr, heyr.

Axel Þór Kolbeinsson, 2.3.2010 kl. 20:41

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kodus á þig. Frábær ofanígjöf.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 20:53

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kudos...átti að standa að sjálfsögðu.

Jón Steinar Ragnarsson, 2.3.2010 kl. 20:53

4 Smámynd: Benedikta E

Takk fyrir gagnlegan pistil.

Benedikta E, 3.3.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband