Færsluflokkur: Bloggar

Björninn að ranka við sér.

Ef að ég væri Rússi myndi ég ekki sætta mig við þá niðurlægingu sem orðið hefur frá hruni Sovétríkjanna. Þessi viðbrögð eru skiljanleg. Rússar vilja eðlilega ekki láta vaða yfir sig á skítugum skónum og eina leiðin til þess að láta taka mark á sér er að sýna tennurnar.

Hvers vegna er verið að ógna Rússum með þessum ratsjárstöðvum í Tékklandi og Póllandi?

Hér er mín kenning á því. 

Til eru menn sem sakna þeirra tíma er krókinn gátu makað á vígbúnaðarkaupi. Nú starta vilja að nýju svo haltur leiði blindan. Þrengja að og hía, ögra og krefja - allt hefur þetta hagvaxtaráhrif. Það hlaut að koma að því að Rússar fengju nóg.

Nú hefst þetta að nýju og feitir geta fitnað.

Ég er hræddur um að þetta sé bara byrjunin á nýju vígbúnaðarhlaupi.  

 

Þór Þórunnarson 


mbl.is Pútín riftir CFE-samningnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú er nóg komið.

Ég vil byrja á að taka það skýrt fram að Egill Helgason er að mörgu leyti aumkunarverður maður. Sérstaklega fer það í taugarnar á mér hvað hann öfundast út í auðmenn íslands. Það er bókstaflega pínlegt að lesa blogg eftir hann þar sem hann lýsir því, eins og krakki, sem ekki hefur fengið eins stóra jólagjöf og nágranninn, að auðmenn búi í London og séu heimsborgarar, aki um á Bentley, skreppi síðan til Íslands í heimsókn á einkaþotum o.s.frv. o.s.frv. Æ, aumingja Egill ertu útundan, vill enginn leika við þig.  Síðan má ekki gleyma því að Egill "bloggar" að sjálfsögðu ekki, eins og almúginn - hann skrifar pistla - jæja.

Það sem rekur mig nú til að "skrifa þennan pistil", er þetta síþreytandi jarm í femínistum. Í fyrsta lagi þá hefur margt áunnist í jafnréttismálum hér á landi sem og víða í heiminum. Jú, alltaf má gera betur og það er líka gert. Ég hreinlega nenni ekki lengur að sitja hjá hljóður og hlusta á misheppnaðar persónur fela eigin bresti og töp bakvið það að þær séu konur og þess vegna vegni þeim ekki vel - allavega ekki eins vel og ef þær væru karlar - KJAFTÆÐI!

Ég er búinn að vera út á vinnumarkaðnum lengi og hef verið undirmaður kvenna og verið samstarfsmaður kvenna sem hafa haft hærri laun en ég (já ég er karlmaður). Konur eru líka menn - jafnömurlegar, spilltar, eigingjarnar og gráðugar og menn yfirleitt - svo hættiði þessu bulli um að allt slæmt í heimi hér stafi af því að karlar hafi völdin. Það er aumkunarverður áróður sem, hugsanlega, einhverjar konur trúa og einstaka karl með laskaða sjálfsmynd.

Það sem ég vil segja í sambandi við þessa frétt er það að fólk er einstaklingar. Egill stjórnar sínum þætti og nýtur ágætra vinsælda. Hann ákveður hverja hann fær til viðtals við sig í Silfur Egils. Ef hann metur það, einhverra hluta vegna, svo að karlar lenda í meirihluta viðmælenda og þá er það bara fínt.

Ég man eftir þætti á Skjá einum sem flaggaði Sirrý, held ég hún sé kölluð. Í þeim fáu þáttum sem ég sá voru yfirgnæfandi meirihluti konur viðmælendur. Ég heyrði aldrei nokkurn tala um að hún ætti að breyta þætti sínum og bjóða fleiri körlum í þáttinn. Ég karlmaðurinn gat horft á þáttinn - eða látið það vera. Ég gat látið það farið í taugarnar á mér að meirihluti viðmælenda var konur og efniviður þáttarinns snerti konur sérstaklega - eða ég gat látið það vera.

Í bandaríska sjónvarpinu er hin víðfræga (og best launaðasti sjónvarpsmaður heims) Oprah og í þeim þáttum hef ég séð yfirgnæfandi meirihluta viðmælenda vera konur - aldrei heyrt nokkurn hallmæla því. Það er vafalítið hægt að kalla fram fleiri dæmi. Er ekki bara málið að konur kjósa að tala við konur og karlar við karla og ef svo er - er það þá bara ekki allt í lagi? Mér finnst það og ég er orðin hundleiður á að hlusta á væl femínista um að konur séu hlunnfarnar á öllum sviðum. Ef að þið femínistar finnst þið hlunnfarnar í þætti Egils, endilega sleppiði því að mæta í þáttinn. Ég, að minnsta kosti, mun ekki sakna málflutnings ykkar. Þið ættuð síðan bara að gera eigin þátt - persónulega er ég sannfærður um að hann myndi ekki njóta mikilla vinsælda, allavega fráleitt þeirra vinsælda sem Silfur Egils nýtur.

 

Þór Þórunnarson 


mbl.is Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband