Ekki gera ekki neitt!

Mig langar ađ vekja athygli á áhugaverđum síđum er fjalla um kosningarnar til Stjórnlagaţings.

Fyrsta ađ nefna er síđan Kjóstu sem haldiđ er úti af Hvatningarhópi frambjóđenda til Stjórnlagaţings.

Síđan vil ég vekja athygli á Svipunni. Ţađ var Svipan sem reiđ á vađiđ međ ađ kynna frambjóđendur og ţar er allt unniđ í sjálfbođavinnu - alveg frábćrt framtak!

Einnig er frábćrt einstaklingsframtak ađ finna á síđunni Stjórnlagaţing 2010. Ótrúlega flott síđa og vel unnin. Á henni er gott ađ átta sig á frambjóđendum og rađa ţeim á allavega hátt, eftir titlum, póstnúmerum, aldri o.s.frv.

DV.is hefur einnig haldiđ úti góđri síđu um frambjóđendur. Á henni er hćgt er gera einfalt próf til ađ finna ţá sem líklegir eru til ađ standa ţér nćrri sem kjósanda. Endilega kíkiđ á.

Á kosningarvef Dóms- og Mannréttindaráđuneytisins er ađ finna allt ţađ kynningarefni sem kynningarbćklingurinn hefur ađ geyma. Ţar er einnig hćgt ađ setja upp lista yfir frambjóđendur og prenta út til ađ taka međ sér á kjörstađ.

Ruv.is hefur sett inn viđtöl viđ alla frambjóđendur á sína síđu. Ţar er nú hćgt, í rólegheitum, ađ finna frambjóđendur og heyra ţá svara ţví hvort breyta eigi Stjórnarskránni, hverju ţá helst og af hverju ţeir bjóđi sig fram.

Mbl.is hefur einnig sett upp síđu sem fjallar um Stjórnlagaţingiđ. Ţar er hćgt ađ nálgast ađsendar greinar frá frambjóđendum, ýmsar fréttir og fréttaskýringar sem fjalla um ţessar merkilegu kosningar.

Ađ lokum vil ég hvetja alla til ađ kynna sér vel frambjóđendur og mćta á kjörstađ. Ţessar kosningar eru svar stjórnvalda viđ ţeim mótmćlum sem átt hafa sér stađ í ţjóđfélaginu í kjölfar hrunsins. Ef ađ viđ ekki fjölmennum á kjörstađ eru ţađ skilabođ til stjórnvalda um ađ fólkinu sé sama um hvađ verđur. Viđ heimtuđum breytingar. Viđ fengum Stjórnlagaţing. Breyting á stjórnarháttum, aukiđ lýđrćđi og gegnsći hefst međ breytingum á sjálfri Stjórnarskránni. Ef ađ viđ gerum ekki neitt gerist ekki neitt. 

Mćtum öll á kjörstađ og látum í okkur heyra!

Međ von um farsćlt og gott Stjórnlagaţing.

Ţór L. Stiefel/Tora Victoria #9827


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband