AGS óttast mjög efnahagsstöðugleika

Það er ekkert óeðlilegt við það að fólk velti því fyrir sér, nú þegar gjaldþrotahrina fer um heimsbyggðina, hvernig á því standi að á einum tíma flæði allt í ódýru lánsfé en síðan sé eins og það hverfi skyndilega. Akkúrat núna er Grikkland í umræðunni vegna hugsanlegs gjaldþrots. Hvernig stóð á því að Grikkland skuldsetti sig svo mikið að það stendur nú á barmi gjaldþrots? Í raun eru fjölmörg ríki stórskuldug. Til samanburðar við gríska ríkið sem skuldar 113% af sinni þjóðarframleiðslu, þá skuldar íslenska ríkið 95%, ítalska ríkið 115%, japanska ríkið 192%, bandaríska ríkið 87%, breska ríkið 68% og  portúgalska ríkið 75%, svo fáein séu nefnd.

Ég ætla í þessum pistli að útskýra, á mannamáli, hvernig stendur á því að fjárhagur heimsins er að fara fjandans til. Bara svo að ekki sé hægt að saka mig um einhverja svartsýni eða vitleysu, þá ætla ég að byrja á því að vitna beint í skýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins um alþjóða efnahagsstöðugleika frá árinu 2010:  

 

With the global economy improving (see the April 2010 World Economic Outlook), risks to

financial stability have subsided. Nonetheless, the deterioration of fiscal balances and the rapid

accumulation of public debt have altered the global risk profile. Vulnerabilities now increasingly

emanate from concerns over the sustainability of governments’ balance sheets. In some cases, the

longer-run solvency concerns could translate into short-term strains in funding markets as investors

require higher yields to compensate for potential future risks. Such strains can intensify the shortterm

funding challenges facing advanced country banks and may have negative implications for a

recovery of private credit.” Global Financial Stability Report p. 11.

 

Fyrir ykkur sem skiljið ekki stofnana ensku þá er hér verið að segja að þó að alþjóða hagkerfið hafi skánað, þá hafi efnahagsstöðugleiki minnkað (takið eftir því að sagt er: risks to financial stability have subsided, sem þýðir orðrétt: hættan á enfahagslegum stöðugleika hefur minnkað ?!? – já þetta er liðið sem hefur efnahag íslendinga nú í höndum sér og var einhver að tala um að íslendingar kynnu illa ensku?).

Allavega, þá er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, OECD, og nokkurnveginn allir sem um efnahagsmál hugsa, með áhyggjur af þróun skulda fjölmargra ríkja þessa heims. Þess vegna er verið að taka hart á skuldamálum, til dæmis grikkja, og það lagt hart að ríkjum að laga fjárlagahalla sem allra fyrst.

En hvernig stendur á því að þjóðir heims skulda svo mikið í dag að það horfir til svo mikilla vandræða?

Lítum aðeins á þróun ríkisskulda undanfarna áratugi.

 publicdebt.jpg

 

Eins og sést á þessu grafi þá hefur meðaltal ríkisskulda verið að hækka jafnt og þétt frá miðjum áttunda áratugnum (sjáið að það stefnir í algert óefni hjá G7 ríkjunum). Við sjáum að skuldirnar fóru niður frá 1950 en þá  var verið að vinna á stríðsskuldum vegna síðari heimsstyrjaldarinnar. Eftir miðjan áttunda áratuginn fara skuldir svo hratt vaxandi. Hvers vegna er þetta svo?

Árið 1987 skipaði bandarískur forseti að nafni Ronald Reagan nýjan seðlabankastjóra, mann að nafni Alan Greenspan. Sá maður hefur síðan þá haft stjórnun efnahagsmála Bandaríkjanna, og þar með jarðarinnar á sinni könnu. Það er með ólíkindum hversu lítil gagnrýni hefur verið á mótsögnina sem felst í efnahagsstýringu seðlabanka Bandaríkja Norður Ameríku. Þar í landi er almennt boðuð hin svo kallaða “Laissez-faire” stefna í efnahagsmálum. Hún gengur út á að markaðurinn eigi að finna jafnvægi og allar þvingaðar aðgerðir muni koma sér illa fyrr eða síðar. Samt sem áður hefur enginn séð ástæðu fyrir því að setja spurningarmerki við það að vaxtastig í bandaríkjunum (og þar með heiminum öllum) er handstýrt af seðlabanka bankaríkjanna. Greenspan þessi notaði vaxtastig sem hagstjórnartæki alla sína tíð sem seðlabankastjóri. Vextir eru ekkert annað en verð á peningum og vekur það mér alveg óendanlega furðu að verð á öllu eigi að ákvarðast á markaði – nema verð á peningum! Samt var það markmið með fljótandi gengi gjaldmiðla heimsins að láta verð gjaldmiðlanna ráðast á mörkuðum.

Við skulum nú átta okkur á því sem er undirliggjandi í hagkerfum heimsins, og þá sérílagi hagkerfum vesturlanda. Undanfarna áratugi hefur framleiðsla verið að færast frá vesturlöndum til landa þar sem ódýrara vinnuafl er að finna. Þetta hefur eðlilega kallað á atvinnuleysi á vesturlöndum. Atvinnuleysi kallar svo aftur á tvennt: í fyrsta lagi minnkandi kaupmátt og þar af leiðandi minni hagvöxt og svo í öðru lagi aukin útgjöld ríkisins vegna velferðarmála á sama tíma og ríkið fær minni skatttekjur vegna minni veltu.

Greenspan seðlabankastjóri var maður með ofurtrú á því sem kallað er í hagfræðunum “monetary policy” eða peningastefnu. Hann hugsaði sem svo: “Ef að hagvöxtur hefur minnkað, verður að auka hann á ný. Til að auka hagvöxt þarf að hvetja fólk og fyrirtæki til að fara í framkvæmdir. Til að gera fólki og fyrirtækjum það kleift þarf að veita þeim aðgang að ódýru fjármagni. Þess vegna mun ég lækka vexti svo að það sé eftirsóknarvert að taka lán til að standa í framkvæmdum, sem mun veita fólki vinnu og skapa hagvöxt.”

Þetta er allt gott og rétt – svo langt sem það nær.

Það sem er að í þessari jöfnu er að framleiðslan var farin úr landi. Það voru ekki lengur framleiddir íþróttaskór, bílar, húsgögn, skip eða jafnvel hugbúnaður í Bandaríkjunum. Lánin sem tekin voru til að setja á stofn fyrirtæki voru aðallega í þjónustu og þá við innanlandsmarkað. Það getur verið að það mælist í hagvexti ef að bandaríkjamenn klippa hvern annan og snyrta en það eru ekki þjóðartekjur. Ríki eru ekkert öðruvísi en fyrirtæki eða heimili, það þarf að kaupa eitthvað inn og í staðinn þarf að selja eitthvað. Undanfarna áratugi hafa vestrænar þjóðir þurft að flytja inn æ meira af þeim iðnaðarvörum sem þær nota. Sú var tíðin að nánast allir bílar í Bandaríkjunum voru framleiddir þar en nú hefur dæmið snúist við. Sama má segja um fatnað, húsgögn, raftæki og yfirleitt allt það sem hægt er að framleiða ódýrar annars staðar en í Bandaríkjunum. Þetta er afleiðing hnattvæðingarinnar. Og rétt eins og á heimilunum þá er freistandi fyrir ríki að taka lán þegar meira er keypt inn en selt út. Ef í ofanálag hægt er að fá helling af ódýru lánsfé í boði Alan Greenspan, nú þá er það ekki spurning. Lán voru tekin og áhyggjur af endurgreiðslu geymdar þar til síðar.

Nú er komið að skuldadögum. Nú fær Grikkland, Ísland, Úkraína, Portúgal og öll hin ekki lengur ódýrt lán. Nú þurfa ríkin að afla fyrir því sem þau eyða. Nú eiga ríkin um tvennt að velja – skera niður eða hækka skatta. Velkomin á fætur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband