Embættismannahrokinn og afneytunin - Ég er saklaus af öllu sem ég hef gert.

Enn einn embættismaðurinn reynir á aumkunarverðan hátt að verja æruna og gerir sjálfan sig að fórnarlambi, þegar í hámæli berast embættisafglöp og gjörðir sem fara beinlínis gegn vilja atvinnuveitandans. 

Mig rak í rogastans þegar ég las yfirlýsingu embættismannsins og verð að vitna hérna beint í hana:

"Undarfarið ár hef ég varið þorra tíma míns í að reyna að draga úr þeim áföllum sem riðið hafa yfir íslenskt þjóðarbú. Þar má meðal annars nefna að ég er einn af stofnendum InDefence hópsins sem með þrotlausri vinnu tókst að koma í veg fyrir samþykkt eins versta samnings sem til stóð að undirrita af Íslands hálfu."

Takið eftir því að maðurinn heldur virkilega að HANN hafi ásamt Indefence hópnum komið í veg fyrir versta samning sem til stóð að undirrita af Íslands hálfu. Hallelúja og Guði sé lof og dýrð fyrir Magnús og hans ósérhlífnu félaga - annars hefðum við nú aldeilis setið í súpunni - ekki satt?

Ef að maðurinn hefur ekkert gert rangt og varið tíma sýnum í að redda þjóðinni - af hverju er hann þá að segja af sér?


mbl.is Fer fram á lausn frá störfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Himmalingur

Kannski er samviskan að naga hann? Nei, það getur ekki verið! Hann er framsóknarmaður!

Himmalingur, 13.9.2009 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband