Til Hamingju íslendingar

Þið létuð finna fyrir ykkur í dag og í dag er ég stoltur yfir því að vera íslendingur - það hef ég ekki verið lengi. Við getum það! -Við getum komið þessari ríkisstjórn frá. Við getum komið höndum yfir fjárglæframenn og endurheimt virðingu út í heimi. Við stóðum saman í dag. Við gáfumst ekki upp.

Áfram svona  - við getum það!


mbl.is Allt á suðupunkti við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Sammála! Við þurfum að margfalda þátttökuna í mótmælum við Alþingishúsið. Þjóðin á þetta hús og vill ekki hafa þar innandyra glæpahyskið sem kallar sig ríkisstjórn.

corvus corax, 20.1.2009 kl. 18:39

2 identicon

Ég man ekki betur en að þjóðin hafi kosið þetta ,,glæpahyski'' fyrir 20 mánuðum síðan.  Þeir flokkar sem mynda þar ríkisstjórn (sem ég kaus reyndar hvorugan) fengu umtalsverðan meirihluta atkvæða og umboð til að stjórna landinu næstu 4 árin, við sem styðjum aðra flokka verðum að þola að tapa en taka þetta í staðinn 2011.  Að skapa svona upplausnarástand gerir fjáglæframönnum að auðveldara að koma fjármunum úr landi og fela slóð sína. Valdarán skapar ekki virðingu útí heimi heldur kemur öllu erlendu fjármagni og fjárfestingum úr landi.

Verum skynsömum, tökum ábyrgð á atkvæði okkar 2007, kjósum 2011

Jónatan (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:47

3 identicon

djöfulsins kjaftæði, hvað höfum við uppúr því að eyðileggja rúður og annað á alþingi og hvers eiga lögreglumenn að gjalda sem eru bara að vinna vinnuna sína?

Kalli (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 22:26

4 identicon

Jónatan, hvaða erlendu fjárfestum?

Það er ekki skynsemi að leyfa þessu gjörspillta liði að fá tvö ár í viðbót til að fela mistök sín.

Sigrún (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:28

5 identicon

Þú hefur greinilega ekki verið þarna í dag Kalli... Því lögreglan var ekki að vinna sína vinnu...Þetta voru bara snaróðir menn með kylfur og piparúða ekkert flóknara!!!!

Fannar (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 23:44

6 identicon

Fannar og mótmælendur voru einmitt svo pollrólegir ?

David (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 02:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband