Nú er nóg komið.

Ég vil byrja á að taka það skýrt fram að Egill Helgason er að mörgu leyti aumkunarverður maður. Sérstaklega fer það í taugarnar á mér hvað hann öfundast út í auðmenn íslands. Það er bókstaflega pínlegt að lesa blogg eftir hann þar sem hann lýsir því, eins og krakki, sem ekki hefur fengið eins stóra jólagjöf og nágranninn, að auðmenn búi í London og séu heimsborgarar, aki um á Bentley, skreppi síðan til Íslands í heimsókn á einkaþotum o.s.frv. o.s.frv. Æ, aumingja Egill ertu útundan, vill enginn leika við þig.  Síðan má ekki gleyma því að Egill "bloggar" að sjálfsögðu ekki, eins og almúginn - hann skrifar pistla - jæja.

Það sem rekur mig nú til að "skrifa þennan pistil", er þetta síþreytandi jarm í femínistum. Í fyrsta lagi þá hefur margt áunnist í jafnréttismálum hér á landi sem og víða í heiminum. Jú, alltaf má gera betur og það er líka gert. Ég hreinlega nenni ekki lengur að sitja hjá hljóður og hlusta á misheppnaðar persónur fela eigin bresti og töp bakvið það að þær séu konur og þess vegna vegni þeim ekki vel - allavega ekki eins vel og ef þær væru karlar - KJAFTÆÐI!

Ég er búinn að vera út á vinnumarkaðnum lengi og hef verið undirmaður kvenna og verið samstarfsmaður kvenna sem hafa haft hærri laun en ég (já ég er karlmaður). Konur eru líka menn - jafnömurlegar, spilltar, eigingjarnar og gráðugar og menn yfirleitt - svo hættiði þessu bulli um að allt slæmt í heimi hér stafi af því að karlar hafi völdin. Það er aumkunarverður áróður sem, hugsanlega, einhverjar konur trúa og einstaka karl með laskaða sjálfsmynd.

Það sem ég vil segja í sambandi við þessa frétt er það að fólk er einstaklingar. Egill stjórnar sínum þætti og nýtur ágætra vinsælda. Hann ákveður hverja hann fær til viðtals við sig í Silfur Egils. Ef hann metur það, einhverra hluta vegna, svo að karlar lenda í meirihluta viðmælenda og þá er það bara fínt.

Ég man eftir þætti á Skjá einum sem flaggaði Sirrý, held ég hún sé kölluð. Í þeim fáu þáttum sem ég sá voru yfirgnæfandi meirihluti konur viðmælendur. Ég heyrði aldrei nokkurn tala um að hún ætti að breyta þætti sínum og bjóða fleiri körlum í þáttinn. Ég karlmaðurinn gat horft á þáttinn - eða látið það vera. Ég gat látið það farið í taugarnar á mér að meirihluti viðmælenda var konur og efniviður þáttarinns snerti konur sérstaklega - eða ég gat látið það vera.

Í bandaríska sjónvarpinu er hin víðfræga (og best launaðasti sjónvarpsmaður heims) Oprah og í þeim þáttum hef ég séð yfirgnæfandi meirihluta viðmælenda vera konur - aldrei heyrt nokkurn hallmæla því. Það er vafalítið hægt að kalla fram fleiri dæmi. Er ekki bara málið að konur kjósa að tala við konur og karlar við karla og ef svo er - er það þá bara ekki allt í lagi? Mér finnst það og ég er orðin hundleiður á að hlusta á væl femínista um að konur séu hlunnfarnar á öllum sviðum. Ef að þið femínistar finnst þið hlunnfarnar í þætti Egils, endilega sleppiði því að mæta í þáttinn. Ég, að minnsta kosti, mun ekki sakna málflutnings ykkar. Þið ættuð síðan bara að gera eigin þátt - persónulega er ég sannfærður um að hann myndi ekki njóta mikilla vinsælda, allavega fráleitt þeirra vinsælda sem Silfur Egils nýtur.

 

Þór Þórunnarson 


mbl.is Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg er ég sammála þér. Ég er nú kona en ég þoli ekki þetta væl í feministum.

Helga (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 09:57

2 Smámynd: Muddur

Ég er mjög sammála þér í þessu máli. Karlar og konur hafa oft ólík áhugasvið og þar sem Egill er karlmaður verður að teljast líklegt að hann velji viðfangsefni sem karlmenn hafa áhuga á. Og þar sem hann velur karllæg mál, þá er auðvitað rökrétt að gera ráð fyrir því að fleiri karlmenn séu til staðar sem viðmælendur á því sviði. Eins er með Opruh og Sirrý. Þær velja sér málefni sem höfða til kvenna frekar en karla og þess vegna er meira um kvenkyns viðmælendur í þeim þáttum.

Muddur, 27.11.2007 kl. 10:01

3 Smámynd: Quackmore

Sammála greinarhöfundi. 

Er ekki hætta á að maður festist í hlutverki fórnarlambsins ef það er hluti af sjálfsmyndinni að maður sem kvenmaður sé alltaf hlunnfarinn á alla vegu?

Quackmore, 27.11.2007 kl. 10:23

4 identicon

Enn eitt karlrembuvaelid sem misskilur jafnrettisbarattunna fra grunni. Lestu thig endilega til.

Eva Run (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 10:29

5 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Jæja Eva Rún. Það er algeng - en að sama skapi veik - röksemdafærsla að reyna að eyða umræðunni með því að vísa í fáfræði þess er einhverja skoðun hefur og á aumkunarverðan hátt reyna að telja sjálfri sér trú um eigin vitsmuna- og menntunaryfirburði og draga þetta niður á eitthvað persónulegt plan. Nú ef þú vilt þá er ég til.
Endilega lestu ÞÉR til um notkun íslensk máls.
Ef ég hef misskilið jafnréttisbaráttuna frá grunni og þú vilt tjá þig um það þá endilega segðu í hverju sá misskilningur er fólginn. Ég, allavega, tek þátt í umræðunni til að þroska mig og vil gjarna leiðréttast ef að ég veð í villu og svíma.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 27.11.2007 kl. 10:54

6 identicon

Man einhver eftir Femin?

Jóhann (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 11:02

7 identicon

thegar konur snidganga eitthvad tha eru thaer ad kvarta og ef thaer spyrja spurninga tha eru thaer ad noldra; ef thaer halda thvi fram ad thaer seu fotum trodnar tha eru thaer ad osanngjarnar; ef thaer tala mikid tha er thad einhverskonar okurteisi; ef thaer berjast fyrir rettindum sinum eru thaer osanngjarnar og aggresivar; skv. blodunum er fatnadur kvenna mikilvaegari en thad sem thaer segja (t.d. forsetaframbod i BNA); ef theim er naudgad tha er thad "stundum" theim ad kenna (ekki alltaf, thetta vita allir karlmenn); thegar hlustad er a skodanir kvenna er thad einhvers konar liknarstarfsemi sem verdur ad taka fram (skv. Agli i Silfrinu); lesbiur eru "trukkar", nema thaer seu smagerdar tha eru thaer i godu lagi; thaer eru med laegri laun en karlar vegna thess ad thaer bidja aldrei um launahaekkun;

 Feminism is the radical notion that women are people.  ~Cheris Kramarae and Paula Treichler

Sigurdur Jonsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 12:15

8 identicon

Til dæmis það að femínistar vísa í ákveðið kynjakerfi samfélagsins sem hallar á konur, og er vont fyrir bæði kynin en ekki eigin bresti eða það að allt slæmt í heiminum sé útaf því að karlar stjórni. Maðurinn er default stylling samfélags og því vilja femínistar breyta ásamt öðru.

Eva Rún Snorradóttir (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 13:18

9 identicon

ef thu litur til natturunnar, thad er ad segja litninganna, tha er liklegra ad konan se default stillingin. konan er med XX en karlinn XY.

Sigurdur Jonsson (IP-tala skráð) 27.11.2007 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband