Ekki gera ekki neitt!

Mig langar að vekja athygli á áhugaverðum síðum er fjalla um kosningarnar til Stjórnlagaþings.

Fyrsta að nefna er síðan Kjóstu sem haldið er úti af Hvatningarhópi frambjóðenda til Stjórnlagaþings.

Síðan vil ég vekja athygli á Svipunni. Það var Svipan sem reið á vaðið með að kynna frambjóðendur og þar er allt unnið í sjálfboðavinnu - alveg frábært framtak!

Einnig er frábært einstaklingsframtak að finna á síðunni Stjórnlagaþing 2010. Ótrúlega flott síða og vel unnin. Á henni er gott að átta sig á frambjóðendum og raða þeim á allavega hátt, eftir titlum, póstnúmerum, aldri o.s.frv.

DV.is hefur einnig haldið úti góðri síðu um frambjóðendur. Á henni er hægt er gera einfalt próf til að finna þá sem líklegir eru til að standa þér nærri sem kjósanda. Endilega kíkið á.

Á kosningarvef Dóms- og Mannréttindaráðuneytisins er að finna allt það kynningarefni sem kynningarbæklingurinn hefur að geyma. Þar er einnig hægt að setja upp lista yfir frambjóðendur og prenta út til að taka með sér á kjörstað.

Ruv.is hefur sett inn viðtöl við alla frambjóðendur á sína síðu. Þar er nú hægt, í rólegheitum, að finna frambjóðendur og heyra þá svara því hvort breyta eigi Stjórnarskránni, hverju þá helst og af hverju þeir bjóði sig fram.

Mbl.is hefur einnig sett upp síðu sem fjallar um Stjórnlagaþingið. Þar er hægt að nálgast aðsendar greinar frá frambjóðendum, ýmsar fréttir og fréttaskýringar sem fjalla um þessar merkilegu kosningar.

Að lokum vil ég hvetja alla til að kynna sér vel frambjóðendur og mæta á kjörstað. Þessar kosningar eru svar stjórnvalda við þeim mótmælum sem átt hafa sér stað í þjóðfélaginu í kjölfar hrunsins. Ef að við ekki fjölmennum á kjörstað eru það skilaboð til stjórnvalda um að fólkinu sé sama um hvað verður. Við heimtuðum breytingar. Við fengum Stjórnlagaþing. Breyting á stjórnarháttum, aukið lýðræði og gegnsæi hefst með breytingum á sjálfri Stjórnarskránni. Ef að við gerum ekki neitt gerist ekki neitt. 

Mætum öll á kjörstað og látum í okkur heyra!

Með von um farsælt og gott Stjórnlagaþing.

Þór L. Stiefel/Tora Victoria #9827


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband